þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Sýklafræðiverkefnum lokið

ótrúlegt en satt og klukkan ekki orðin hálf tvö! Þurfti nefnilega að klára sex verkefni fyrir morgundaginn til að þau teljist með í einkunn, hef ekki alveg verið með hugann við efnið á þessum síðustu og myrkustu snjóadögum. Ég er greinilega bara mun gáfaðri en ég hélt, eða nei, alveg jafn gáfuð og ég hélt bara einstaklega seig í að sleppa auðveldlega í gegnum verkefni... þetta voru svona krossaspurningar á heimsíðu VMA og ég vissi bara fjandi mikið þrátt fyrir að hafa ekki lært baun í vetur. Hlýt að ná prófunum með fyrstu einkunn með þessu áframhaldi. Ætla því að kúra mig undir sæng núna og mæta "fersk" í síðasta sýklótímann klukkan átta í fyrramálið...nema ma hringi í mig um 7 til að bera út Moggann...þvílík uppátæki alltaf hjá minni fjölskyldu, byrja að bera út Moggann á gamalsaldri með Gumms í eftirdragi og svo er hringt í mig ef enginn annar kemst. Það hefur að vísu ekki gerst enn enda eru þau nýbyrjuð á þessu og einungis í afleysingum, en ég finn það á mér að einn mjög slæman veðurdag muni síminn hringja og út skal ek...já og svo verður tekin lærutörn fram á föstudag þegar prófað verður úr fræðunum... er ekki alveg að sjá það gerast að dugnaðurinn taki yfirhöndina í fyrsta skiptið í vetur, en allt getur gerst!