miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Money makes the world go round...

Af hverju getur maður ekki verið svolítið ríkari? Ég fékk næstum tárin í augun (í alvöru sko, það munaði litlu) þegar ég rétti klinkunni á tannlæknastofunni kortið mitt í morgun. Reikningurinn hljóðaði upp á 49.600 krónur og ég gekk út með tannhlíf í gulu boxi. Það tilkynnist því hér með að ég mun ekki gefa jólagjafir í ár og það getur enginn áfellst mig fyrir það. Að sjálfsögðu mun ég svo ekki komast upp með það að gefa engar gjafir; fjölskyldan og maðurinn fá að sjálfsögðu sitt...en þið hin verðið heppin ef þið fáið kort! Eina ljósið í lífi mínu um þessar mundir er því fjólublái bíllinn minn sem er bæ ðe vei fjögurra dyra og sjálfskiptur, en ma fjárfesti í honum af því að pabbi seldi toyotuna þegar hann fór með hana til að láta gera við kúplinguna. Og ég sem var nýbúin að fylla djásnið af bensíni og láta smyrja það hátt og lágt! Sei sei.. og sömuleiðis!