föstudagur, nóvember 12, 2004

Fullur haus af gremju

Ég er svo pirruð að ég titra. Fékk svar frá Köben og fékk það staðfest að umsóknin mín barst aldrei í skólann. Konan sagðist hafa farið í gegnum allar umsóknir og mín væri þar ekki en ég skyldi senda nýja sem fyrst. Það væri mér líkt að nú sé of seint að sækja um, búið að velja alla fyrir næsta ár. Ohhh það kraumar í mér brjálæðið! Og ég kemst ekki á pósthúsið til að rífa í hárið á mér og öskra fyrr en á mánudaginn og get ekki fengið nýja útprentun á einkunnunum mínum fyrr en þá heldur. Hvernig er hægt að vera svona óheppinn að eina bréfið sem ég hef sent sem skiptir einhverju máli kemst ekki til skila! Reyndar sendi ég einu sinni bréf í ítalskt klaustur og bað um að fá að búa með nunnunum í nokkra mánuði og það komst heldur ekki til skila. Kannski er mér bara ekkert ætlað að yfirgefa kalda skerið?