mánudagur, nóvember 15, 2004

Umsókn tvö

Er að klára að ganga frá nýrri umsókn, ljósrita og prenta og vesenast, en er soldið að fríka því ég finn ekki stúdentsskírteinið mitt og guð má vita hvar það er! Sendi ljósrit af því með síðustu umsókn og það ljósrit var tekið fyrir svona 3 árum og ég er búin að flytja nokkrum sinnum á þeim tíma. Er svo innilega að vona að það sé heima hjá ma og pa, ofaní skúffu hjá öllum einkunnunum mínum og öðrum skírteinum, krossa fingur! Fékk svo útprentaðar allar einingar sem ég er núna búin með í VMA og þær eru 161! Ekki alveg nógu ánægð samt með að mætingarprósenta fyrir þessa önn sést á blaðinu og hún er ekki nema 78% sem er sko ekki nógu gott! Vona að enginn taki eftir henni. Þegar/ef mér tekst að finna skírteinið um stúdentspróf skunda ég svo niður á pósthús og ætla að þrasa svolítið við póstinn. Ótrúlegt hvað ég er farin að þrasa mikið að undanförnu, er pirruð út í kennara og svona, alveg einstaklega skemmtileg! Hlakka bara til að komast í jólafrí og slappa aðeins af:o)