mánudagur, nóvember 29, 2004

Æ mig auma...

Djíses...mér er ennþá óglatt. Er farin að halda að þetta komi Brimkló og áfengisneyslu ekkert við. Heyrði það líka að það væri víst einhver sólarhringspest að ganga, held ég fari að trúa því bara. Eldaði mé pasta með sósu, osti og sveppum í morgun klukkan tíu af því ég gat ekkert borðað í gær og var að deyja úr hungri.

Var að koma úr lolli þar sem ég fékk að vita að ég væri komin með 3.49 í lokaeinkunn og ef ég fæ 10 fyrir vinnubókina mína (svona litabók) þá er ég komin með 4.49 og þarf ekki að stressa mig til dauða yfir prófinu. Þetta eru góðar fréttir. Allt sem felur í sér litla vinnu eru góðar fréttir. En samt þarf ég að fara að vinna á eftir og á eftir að skila svona 6 verkefnum í sýklafræði fyrir morgundaginn. Þá er gott að vera góð í að vaka á nóttunni.